Afreksíþróttamiðstöð ÍSÍ (AMÍ) starfrækir skráningarkerfi fyrir íþróttamælingar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með skráningarkerfinu og úthlutar notendum aðgang. Tilgangur kerfisins er að varðveita íþróttamælingar íþróttafólks miðlægt í öruggu umhverfi og gefa afreksíþróttafólki jafnframt kleift að fylgjast með framvindu mælingaþátta á mismunandi tímabilum.
Markviss skráning íþróttamælinga hefur það að markmiði að efla m.a. störf heilbrigðisteymis í afreksstarfi sérsambanda, bæta árangur íþróttafólks, stuðla að lægri meiðslatíðni, gefa möguleika á tölfræðilegum samanburði, geta spáð um mögulega frammistöðu og er hvatning til að bæta sig.